UNG: Hlæ mest að sjálfri mér
Nadía Sif Gunnarsdóttir er í UNG vikunnar að þessu sinni. Hún er nemandi í 9. bekk í Heiðarskóla. Þættirnir Bob’s Burgers lýsa henni best og henni finnst enska uppáhalds fagið í skólanum.
Hvað gerirðu eftir skóla?
Ég fer yfirleitt að læra eða hitta vini mína og æfingar.
Hver eru áhugamál þín?
Helstu áhugamálin mín eru dans, hestamennska og skíði. Svo líka að eyða tímanum með fjölskyldu og vinum.
Uppáhalds fag í skólanum?
Enska er uppháhalds.
En leiðinlegasta?
Danska er klárlega það leiðinlegasta.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Vá svo margir en örugglega Harry Styles. Myndi fríka út.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að geta flogið.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Leikari eða stofna mína eigin fataverslun.
Hver er frægastur í símanum þínum?
Gunnhildur Stella.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Gunnhildur Stella.
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag?
Ræna banka…
Hvað er uppáhalds appið þitt?
Snapchat og Instagram eru í miklu uppháhaldi.
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?
Frekar þægilegur og fínn.
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?
Hlæ mest að sjálfri mér.
Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla?
Klárlega félagslífið.
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Ba ba ba banana - The Minions.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Bob's Burgers.
Besta:
Bíómynd?
LOL. Veit ekki hve oft ég hef horft á hana.
Sjónvarpsþáttur?
Pretty Little Liars.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Ed Sheeran.
Matur?
Kjúllasallat.
Drykkur?
V - Sport.
Leikari/Leikkona?
Jennifer Lawrence.
Fatabúð?
Forever 21.
Vefsíða?
Facebook og Tumblr.
Bók?
DNA eftir Yrsu.