UNG: Hitti Obama á leiðinni í óperu
Halla Margrét Helgadóttir er í UNG vikunnar. Hún elskar að fara á snjóbretti og dansa. Henni finnst sund leiðinlegasta fagið í skólanum og væri til í að verða flugmaður.
Hvað gerirðu eftir skóla?
Fer oftast bara heim að chilla og fer á dansæfingu eða ræktina.
Hver eru áhugamál þín?
Mér finnst geggjað að fara á snjóbretti og svo er það náttúrulega dansinn og að vera með vinunum.
Uppáhalds fag í skólanum?
Íþróttir eru alltaf skemmtilegastar.
En leiðinlegasta?
Vá það er sko sund!
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Miley Cyrus allan daginn!
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að getað lesið hugsanir væri svaðalegt.
Hvert er draumastarfið í framtíðinni?
Draumajobbið er að verða flugmaður.
Hver er frægastur í símanum þínum?
Haha vinkonur mínar þær eru frægastar.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Ætlaði í bíó í Boston og hitti Obama fyrir utan á leiðinni í óperu.
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag?
Myndi örugglega taka næsta flug til Ameríku og fara í svakalega verslunarferð og taka allt sem mig langar í.
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?
Myndi lýsa honum sem frekar kósý bara.
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?
Er geimvera frá plánetunni Halla.
Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla?
Alltaf gaman að hitta alla krakkana í skólanum.
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Three Little Birds með Bob Marley.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Friends held ég bara.
Besta:
Bíómynd?
Ætli það sé ekki Titanic.
Sjónvarpsþáttur?
Chuck.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Queen B of course.
Matur?
Kalkúnninn á áramótunum.
Drykkur?
Mix hefur alltaf verið best.
Leikari/Leikkona?
Ed Westwick og Jennifer Lawrence.
Fatabúð?
Urban Outfitters er flottust!
Vefsíða?
Twitter hefur tekið við af facebook.