Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

UNG: Hefur tekið í höndina á Kevin Garnett
Sunnudagur 26. apríl 2015 kl. 10:00

UNG: Hefur tekið í höndina á Kevin Garnett

Brynjar Atli Bragason er í 9. bekk í Njarðvíkurskóla. Hann ætlar að verða atvinnumaður í fótbolta eða körfubolta og segir Gauju húsvörð gera lífið í skólanum betra. 
 
Hvað gerirðu eftir skóla? Læri heimavinnuna mína, fer svo oftast á 2 æfingar og hitti vini eða slaka á eftir kvöldmat.
Hver eru áhugamál þín? Körfubolti og fótbolti.
Uppáhalds fag í skólanum? Klárlega íþróttir 
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Líklega Manuel Neuer 
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að geta flogið. 
Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Atvinnumaður í fótbolta eða körfubolta.
Hver er frægastur í símanum þínum? Pabbi minn
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Hitti Kevin Garnett einu sinni uppi á flugvelli í Boston og tók í höndina á honum.
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Stríða vinum mínum og fara svo í sund.
Hvað er uppáhalds appið þitt? Facebook, Instagram og Snapchat
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Fatastíllinn minn er flottur en mjög venjulegur. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Skemmtilegt íþróttafrík.
Hvað er skemmtilegast við Njarðvíkurskóla? Gauja húsvörður gerir lífið í Njarðvíkurskóla betra.
Hvaða lag myndi lýsa þér best? Happy - Pharrell Williams
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Big Bang Theory 
 
Besta:
Bíómynd? Guardians Of The Galaxy 
Sjónvarpsþáttur? Friends og Modern Family
Tónlistarmaður/Hljómsveit? Amaba Dama
Matur? Hamborgarahryggurinn hennar mömmu er algjört lostæti.
Drykkur? Auðvitað Vatn
Leikari/Leikkona? Cameron Diaz
Fatabúð? Asos og Zumiez
Vefsíða? Facebook
Bók? Þetta er nördalegt en Harry Potter er frábær bókasería.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024