Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

UNG: Gísla saga Súrssonar besta bókin
Mánudagur 11. maí 2015 kl. 12:30

UNG: Gísla saga Súrssonar besta bókin

Arnór Breki Atlason er í 10. bekk í Heiðarskóla. Hann langar að verða atvinnumaður í fótbolta og væri til í að hitta Cristiano Ronaldo. 

Hvað gerirðu eftir skóla? Yfirleitt fer ég og hitti vinina eða kærustuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver eru áhugamál þín? Fótbolti er helsta áhugamálið mitt.

Uppáhalds fag í skólanum? Uppáhalds fagið mitt er íþróttir.

En leiðinlegasta? Örugglega stærðfræði haha.

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Draumurinn væri að hitta Cristiano Ronaldo.

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Annað hvort að getað notað 100% af heilanum eða fljúga.

Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Draumurinn er að vera atvinnumaður í fótbolta en ef að það gengur ekki upp þá vill ég vera sálfræðingur.

Hver er frægastur í símanum þínum? Það er hann Egill Einarsson (Gillz)

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Ég er bara ekki alveg viss.

Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Fara á area 51.

Hvað er uppáhalds appið þitt? Örugglega Snapchat.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Klæða mig í fötum sem mér finnst vera flott.

Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Ég get ekki svarað þessu haha.

Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Kennaranir eru yndislegir.

Hvaða lag myndi lýsa þér best? The Weekend - King of the fall.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Arrow örugglega.

Besta:

Bíómynd?

Sjónvarpsþáttur? Þeir eru frekar margir en The Vampire Diaries og margir fleiri.

Tónlistarmaður/Hljómsveit? Justin Bieber og Micheal Jackson eru uppáhalds.

Matur? Steikarsamlóka

Drykkur? Dr. Pepper

Leikari/Leikkona? Bradley Copper

Fatabúð? Asos eða Toppmen.

Vefsíða? Þær eru frekar margar.

Bók? Ótrúlegt en satt þá er það Gíslasaga Súrssonar