UNG: Fótbolti og kvenfólk
Bjarni Fannar Bjarnason er nemandi í 10. bekk í Heiðarskóla. Hann vildi að hann gæti staðið á einum putta og svo myndi hann ræna banka ef hann væri ósýnilegur í einn dag. Að hans sögn er hann stór og myndarlegur og draumastarfið hans er að opna Taco veitingastað í Keflavík.
Hvað gerirðu eftir skóla?
Ég fer yfirleitt bara í tölvuna.
Hver eru áhugamál þín?Fótbolti og auðvitað kvenfólk.
Uppáhalds fag í skólanum?
Íþróttir er uppáhalds fagið.
En leiðinlegasta?Stærðfræði ef ég nenni ekki að læra, en annars getur hún svo sem verið fín.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Kanye west.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?Að geta staðið á einum putta.
Hvað er draumastarfið?
Opna tacostað í Keflavíkinni, það bráðvantar einn slíkan.
Hver er frægastur í símanum þínum?Er ekki með neinn í símaskránni minni.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Birgitta Haukdal.
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?Ræna banka.
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?
Bara ósköp venjulegur.
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?Stór og myndarlegur djöfull.
Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla?
Það eru seldir snúðar á föstudögum.
Hvaða lag myndi lýsa þér best?Bird is the word með Brian Griffin.
Besta:
Bíómynd?Hangover.
Sjónvarpsþáttur?
The Walking Dead.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?Rudimental.
Matur?
Grillaður humar hjá pabba klikkar seint.