UNG: Fer eftir tískunni
Arnór Elí Guðjónsson er nemandi í 9. Bekk Heiðarskóla. Körfubolti er helsta áhugamálin hans og væri til í að vera flugmaður í framtíðinni.
Hvað geriru eftir skóla?
Annaðhvort fer ég í tölvuna eða fer að sofa.
Hver eru áhugamál þín?
Körfubolti er svona aðal áhugamálið.
Uppáhalds fag í skólanum?
Íþróttir og samfélagsfræði hjá meistara Mörtu.
En leiðinlegasta?
Íslenska og stærfræði
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
A$AP ROCKY eða Kevin Durant
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Það væri fínt að geta lesið hugsanir, eða bara flogið.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Ég væri til í að verða flugmaður.
Hver er frægastur í símanum þínum?
Magga á Ungó
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Örugglega Hopsin bara
Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Stríða vinunum og ræna banka.
Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum?
Ég held ég fari bara eftir tískuni, og finnst samt líka flott að vera pínu öðruvísi.
Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu?
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla?
Krakkarnir bara.
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
'Hey mama' með Kanye West
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Community.
Besta:
Bíómynd?
Anger Management.
Sjónvarpsþáttur?
Prison Break all the way.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
A$AP ROCKY er maðurinn.
Matur?
Pizza er besti maturinn.
Drykkur?
Það er Dr. Pepper
Leikari/Leikkona?
Adam Sandler og Morgan Freeman.
Lið í Ensku deildinni?
You'll never walk alone, Liverpool!
Lið í NBA?
Oklahoma City Thunder.
Vefsíða?
Ég er frekar mikið inná Facebook.