UNG: Er algjör húmoristi
Íris Ósk Hallgrímsdóttir er í 10.L í Grunnskóla Grindavíkur og grunnskólanemandi vikunnar í UNG. Hún segir að Yolo með The Lonely Island lýsi sér best og væri til í að hitta Rihönnu.
Hvað geriru eftir skóla?
Fæ mér vel að borða, kíki í tölvuna og fer á æfingu á hverjum degi.
Hver eru áhugamal þín?
Sund, vera með vinum og fjölskyldu, ferðast og hlusta á tónlist.
Uppáhalds fag i skólanum?
Íslenska og íþróttir eru uppáhalds.
En leiðinlegasta?
Stærðfræði og danska.
Ef þú gætir hitt eitthvern frægan, hver væri það?
Vá svo margir, en held Rihanna, hún er í miklu uppáhaldi.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að geta lesið hugsanir.
Hvað er draumastarfið í framtiðinni?
Ég veit það eiginlega ekki. Mig hefur alltaf langað til að verða hárgreiðslukona en það er eitthvað að breytast núna.
Hver er frægastur í símanum þínum?
Það er hann Nökkvi vinur minn.
Hver er merkilegastur sem þu hefur hitt?
Ég veit það eiginlega ekki!
Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnileg i einn dag?
Þá myndi eg örugglega stríða vinum mínum.
Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum?
Hettupeysa og gallabuxur er málið.
Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu?
Hress og kát, keppnismanneskja, nýsk og hláturmild.
Hvað er skemmtilegast við Grindavíkurskóla?
Krakkarnir og kennararnir eru mjög skemmtilegir. Svo er fótboltaspilið að gera góða hluti þarna.
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Yolo með The Lonely Island, klárlega!
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Ég veit það eiginlega ekki, eitthver fyndin allavegana því ég er algjör húmoristi.
Besta:
Bíómynd?
Ævintýri Samma og The Hunger Games eru uppáhalds.
Sjónvarpsþáttur?
Vá það eru svo margir! Í augnablikinu get ég ekki hætt að horfa á Community svo að ég segi hann!
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Rihanna, Macklemore og Gabrielle Aplin.
Matur?
Kjötfarsbollurnar hennar ömmu klikka aldrei.
Drykkur?
Ég vil segja vatn en þá væri ég að ljuga. Það er Pepsi Max!
Leikari/Leikkona?
Rebel Wilson klárlega!
Fatabúð?
Urban Outfitters, H&M og Topshop
Vefsíða?
Facebook og fylgist mikið með DV.