Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Undirmannaðir fá auka líf
Föstudagur 18. september 2009 kl. 19:08

Undirmannaðir fá auka líf

- Firma brenniboltamót

Í tilefni af heilsuviku Reykjanesbæjar hefur Fríhöfnin ákveðið að blása aftur til sóknar og bjóða starfsmönnum fyrirtækja í Reykjanesbæ að taka þátt í frábærum brenniboltaleik. Brennibolti er skemmtilegur leikur þar sem allir í fyrirtækinu geta tekið þátt óháð aldri og getu. Aðeis þarf að rifja upp gamla „takta“.

Mótið verður haldið á Íþróttavöllum á Ásbrú laugardaginn 26. september og er mæting kl. 09:45. Fyrstu leikirnir hefjast kl.10:00. Spilað er í 7 manna liðum. Ef ekki næst í 7 manna lið eða liðsmenn eru fleiri þá fær það lið sem er undirmannað auka líf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þau fyrirtæki sem vilja taka þátt í þessu skemmtilega móti skrá sig inni á heimasíðu Fríhafnarinnar, www.dutyfree.is/brenno fyrir 23. september eða síma 425 0410.

FYrirtæki eru hvött til að taka þátt og um leið efla starfsmannaandann, mynda góða stemmningu og fá skemmtilega hreyfingu.

Verðlaun verða veitt fyrir 1. sæti, flottasta búninginn og besta stuðningsliðið.