Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Undirbúningur kominn á fullt fyrir Sjóarann síkáta
Miðvikudagur 14. apríl 2010 kl. 08:53

Undirbúningur kominn á fullt fyrir Sjóarann síkáta


Undirbúningur fyrir Sjóarann síkáta 2010 er hafinn af fullum krafti í Grindavík. Hátíðin verður með svipuðu sniði og í fyrra en eitthvað af nýjum og skemmtilegum uppákomum bætast við dagskrána. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur heldur sjómannadaginn sjálfan hátíðlegan með glæsilegri dagskrá.
Líkt og í fyrra verður bænum skipt upp í fjögur litahverfi en nú verður skipuð dómnefnd sem mun velja best skreytta hverfið, að sögn Þorsteins Gunnarssonar, upplýsinga- og þróunarfulltrúa sem heldur utan um skipulagninguna ásamt Kristni Reimarssyni, frístunda- og menningarfulltrúa.

„Dagskráin verður glæsileg líkt og undanfarin ár og verður mikið lagt upp úr því að virkja bæjarbúa til þátttöku. Dagskráin er í vinnslu en það sem liggur fyrir er bryggjuball á föstudagskvöldinu með Ingó og Veðurguðunum, ball í íþróttahúsinu með hljómsveitinni Í svörtum fötum, dorgveiðikeppni, söguratleikur, fjölbreytt barnaefni, ýmsar sýningar og uppákomur, tónleikar, skemmtisigling, kappróður, koddaslagur svo fátt eitt sé nefnt. Endanleg dagskrá verður tilbúin 10. maí,“ segir Þorsteinn.

Þeir sem vilja taka þátt í hátíðarhöldunum með dagskráratriðum, uppákomum eða á einhvern annan hátt er bent á að senda tölvupóst á netfangið [email protected] 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024