Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Undirbúningur fyrir Sjóarann síkáta í fullum gangi
Föstudagur 6. maí 2011 kl. 11:03

Undirbúningur fyrir Sjóarann síkáta í fullum gangi

Í vikunni funduðu forsvarsmenn Sjóarans síkáta með aðilum í verslun og þjónustu og svo liðsstjórum litahverfanna fjögurra. Liðsstjórarnir verða þeir sömu í fyrra nema í rauða hverfinu. Aðilar í verslun og þjónustu eru bjartsýnir fyrir Sjóarann síkáta, ekki síst þar sem uppstigningardag ber upp á fimmtudaginn fyrir sjómannadagshelgina og því má búast við miklum fjölda fólks þessa vikuna í bænum. Ýmislegar fróðlegar upplýsingar komu fram á þessum fundum og hér kemur fram það helsta:

Kristinn Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi og Þorsteinn Gunnarsson upplýsinga- og þróunarfulltrúi fóru yfir skipulagið á Sjóaranum síkáta í ár. Hátíðarhöldin verða með svipuðu sniði og verið hefur en sífellt er verið að reyna að bæta skipulagið í kringum hátíðina og verða gerðar nokkrar breytingar sem miða að því að gera hátíðina enn glæsilegri. Breytingarnar snúa einkum að skipulagi á hátíðarsvæðinu og verður það auglýst nánar síðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lokafrestur til að senda inn tilkynningar um dagskráratriði á Sjóaranum síkáta í Járngerði er 16. maí nk. Senda skal upplýsingar á netfangið [email protected]. Dagskráin verður svipuð og verið hefur og áfram verður bænum skipt upp í fjögur litahverfi sem hefur skapað svo skemmtilega stemmningu í bænum í aðdraganda Sjóarans síkáta. Sem fyrr er Sjóarinn síkáti unnin í samvinnu við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur.

Mjög gott hljóð var í aðilum í verslun og þjónustu á fundinum. Hægt er að senda inn dagskrá verslunar og þjónustu í Járngerði og verður rukkað lágmarks gjald fyrir það. Netfangið er [email protected].  Dagskráinni verður dreift í öll hús í Grindavík og öllum Suðurnesjum og víðar.

Liðsstjórar hverfanna fjögurra eru:
Rauða hverfið: Vilhjálmur Lárusson, [email protected],  sími 772 7511.
Bláa hverfið: Vilhjálmur Arason, [email protected],  sími 861 5002.
Appelsínugula hverfið: Jón Berg Reynisson; [email protected],  sími 893 6072
Græna hverfið. Linda Sylvía Hallgrímsdóttir, [email protected],  sími 868 1907

Mikill hugur var í liðsstjórunum og er þegar búið að funda í appelsínugula hverfinu. Hverfin koma að skipulagningu hátíðahaldanna. Meðal annars hefur verið ákveðið að í göngu hverfanna á föstudagskvöldinu verði röðinni breytt núna, þ.e. þann hluta göngunnar þar sem hverfin fara hvert á eftir öðru niður Ránargötuna.

Í fyrra var röðin þessi; appelsínugula hverfið, rauða, græna og bláa. Í ár verður röðin þessi: rauða, græna, bláa og appelsínugula.

Þá taka hverfin að sér að sjá um eitt tónlistaratriði hvert þeirra á föstudagskvöldinu, tilnefna í róðrakeppni, fótboltalið, útvega sérstakan ljósmyndara, fulltrúa í dómnefnd vegna skreytinga og svo í dorgveiðikeppnina sem mæltist svo vel fyrir í fyrra.

Þá hefur verið ákveðið að leikskólarnir verður skreyttir í litum allra hverfanna því börnin þar koma víðs vegar úr bænum.

Líkt og í fyrra verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið, frumlegustu skreytinguna, best skreytta gatan, best skreytta fyrirtækið/stofnunin og best skreytta hverfið. Liðsstjórar vilja koma því á framfæri að allt er þetta til gamans gert!

Þá eru bæjarbúar hvattir til þess að mæta í litum sinna hverfa í vinnuna föstudaginn 3. júní.

Lágmarks aldur á tjaldsvæðið verður 20 ár og verður gæsla efld og þá er búð að teikna upp skipulag á rollutúninu fyrir þá gesti sem tjalda þar.

Slysavarnardeildin Þórkatla hefur tekið að sér umsjón og skipulagningu á sölubásum sem verða utandyra að þessu sinni. Sjá nánar hér.

Sjóarinn síkáti er fyrst og fremst fjölskylduhátíð og verður öflug gæsla alla sjómannadagshelgina.

Sjóarinn síkáti
www.sjoarinnsikati.is
[email protected]
Umsjón: Kristinn og Þorsteinn. Sími 420 1120 og 420 1122
Umsjón sölubása: Slysavarnadeildin Þórkatla, sími 846 2434, [email protected].