Undirbúningur fyrir Sjóarann síkáta 2012 í fullum gangi
Undirbúningur fyrir Sjóarann síkáta 1.-3. júní nk. er í fullum gangi. Liðsstjórar litahverfanna fjögurra funduðu með skipuleggjendum hátíðarinnar fyrir helgi og var mikill hugur í þeim. Jón Berg Reynisson, Vilhelm Arason, Linda S. Hallgrímsdóttir og Vilhjálmur Lárusson voru einnig liðsstjórar í fyrra þannig að það er vant fólk við störf.
Hátíðarhöld Sjóarans síkáta verða glæsileg að vanda. Dagskráin hefst í raun og veru á fimmtudagskvöldinu 31. maí en þá verður Raggi Bjarna með tvenna tónleika í Salthúsinu með gömlu og góðu sjómannalögunum. Á föstudagskvöldinu verða götugrill um allan bæ, litaskrúðgangan verður á sínum stað og staðfest er að hinn eini og sanni Páll Óskar mun m.a. koma þar fram. Þar verða einnig tónlitaratriði hverfanna, The Backstabbing Beatles og Ingó og Veðurguðirnir ofl.
Hátíðarhöld á laugardeginum verða fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla fjölskylduna líkt og á sunnudeginum, sjálfum sjómannadeginum. Að venju verður hátíðardagskrá á vegum Sjómanna- og vélastjórafélags Grindavíkur þar sem m.a. sjómenn verða heiðraðir fyrir störf sín. Að vanda verða jafnframt tónleikar og dansleikir víða um bæinn og margt margt fleira á dagskrá. Þá verða leiktækin í sínum stað.
Annars er dagskráin í undirbúningi og verður hún birt í heild sinni þegar nær dregur. Allir þeir sem vilja vera með dagskráratriði á Sjóaranum síkáta eru hvattir til þess að koma því í dagskrána sem birt verður í Járngerði og á heimasíðunni. Sendið tölvupóst á [email protected] í síðasta lagi 14. maí nk.
Þeir sem vilja vera með sölubás á handverksmarkaði er bent á nánari upplýsingar á www.sjoarinnsikati.is
Það sem snýr að skipulagningu hverfanna fjögurra er í höndum liðsstjóranna:
Appelsínugula hverfið (bátar)
Liðsstjóri: Jón Berg Reynisson
[email protected], sími 893 6072
Austurvegur, Þórkötlustaðahverfi,
Bláa hverfið (krabbar)
Liðsstjóri: Vilhelm Arason
[email protected], sími 861 5002
Túngata, Víkurbraut neðan pósthúss, Marargata, Garðvegur, Mánagata, Verbraut, Ránargata, Kirkjustígur, Mánasund, Vesturbraut, Mánagerði, Hellubraut, Dalbraut, Sunnubraut, Laut.
Græna hverfið (skeljar)
Liðsstjóri: Linda S. Hallgrímsdóttir
[email protected], sími 868 1907
Heiðarhraun, Víkurbraut ofan pósthúss, Hvassahraun, Staðarvör, Staðarhraun, Norðurvör, Borgarhraun, Suðurvör, Arnarhraun, Fornavör, Skólabraut, Leynisbraut, Ásabraut, Leynisbrún, Hraunbraut.
Rauða hverfið (fiskar)
Liðsstjóri: Vilhjálmur Lárusson
[email protected], sími 772 7511
Skipastígur, Árnastígur, Vigdísarvelli, Glæsivellir, Ásvellir, Sólvellir, Blómsturvellir, Iðavellir, Höskuldarvellir, Hólavellir, Litluvellir, Selsvellir, Baðsvellir, Efstahraun, Gerðavellir.
Sjóarinn síkáti: sjoarinnsikati@Umsjón: Grindavíkurbær í samstarfi við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur.
Framkvæmd:
Kristinn Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi. Sími 420 1120. [email protected]
Þorsteinn Gunnarsson, upplýsinga- og þróunarfulltrúi. Sími 420 1122. [email protected]