Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Undirbúningur fyrir ljósanótt gengur vel
Þriðjudagur 15. ágúst 2006 kl. 11:28

Undirbúningur fyrir ljósanótt gengur vel

Ásmundur Friðriksson framkvæmdastjóri Ljósanætur segir undirbúninginn fyrir hátíðina hafa gengið mjög vel segja má að skipuleggjendur séu farnir að bíða eftir að hátíðin byrji. "Dagskráin er að mestu tilbúin en auðvitað eru dagskrárliðir sem tínast inn fram á síðustu stundu," segir Ásmundur. Hátíðin stækkar ár frá ári og er mjög mikið lagt í stærstu viðburðina að þessu sinni.

 

"Það eru fjórir viðburðir sem hægt er að segja að séu lykilatriði á hátíðinni; stórir tónleikar við 88 húsið á fimmtudagskvöldinu, fjölskyldusamkoman "Fast þeir sóttu sjóinn" við Duus húsin á föstudagskvöldinu og svo tveir hlutar skemmtidagskránnar á stóra sviðinu á laugardeginum. Þar munu meðal annars Skítamórall og Sálin hans Jóns míns koma fram," segir Ásmundur og ljóst er að dagskráin í ár er mjög vegleg. Meðal athyglisverðra atburða á Ljósanótt má nefna að varðskipið Ægir kemur að öllum líkindum í heimsókn á laugardeginum tekur þátt í vígslu Ægisgötunnar sem liggur meðfram sjávarsíðunni.

 

Vf-mynd / Hilmar Bragi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024