Undirbúningur fyrir Aðventugarðinn í fullum snúningi
Undirbúningur fyrir Aðventugarðinn er í fullum snúningi og býður Reykjanesbær áhugasömum að taka þátt í að lýsa upp skammdegið í Aðventugarðinum. Aðventugarðurinn hefur verið skemmtilegur liður í að lífga upp á Reykjanesbæ en hann má finna í Skrúðgarðinum í Keflavík í desember. Bæjarbúum býðst að senda inn umsóknir um jólakofa, viðburðarhald, uppákomur eða dagskrárliði í garðinum en umsóknarfrestur er til og með 13. nóvember.
Aðventugarðurinn verður opinn bæði laugardaga og sunnudaga í desember og á Þorláksmessu.