Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Undirbúningur á fullu: Glæsileg Ljósanótt hefst á fimmtudag
Þriðjudagur 29. ágúst 2006 kl. 11:54

Undirbúningur á fullu: Glæsileg Ljósanótt hefst á fimmtudag

Sjöunda Ljósanóttin hefst í Reykjanesbæ fimmtudaginn 31. ágúst með setningarathöfn við Myllubakkaskóla. Setningarathöfnin hefst kl. 13:00 þar sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, setur hátíðina. Grunnskólabörn koma í skrúðgöngum frá skólum sínum og verður 2500 blöðrum sleppt til himins. Að lokinni setningarathöfn hefst Ljósanótt með veglegri dagskrá sem stendur  fram á sunnudaginn 3. september.

 

Ljósanótt í Reykjanesbæ er önnur stærsta menningarhátíð landsins ár hvert en síðustu ár hafa um 30.000 gestir sótt viðburði Ljósanætur. Dagskrá menningarhátíðarinnar Ljósanætur verður glæsilegri með hverju árinu sem líður. Meðal þess sem hæst ber á góma á Ljósanótt er opnun á nýjum bíósal í Duushúsum á fimmtudeginum og tónleikar ungafólksins við 88 Húsið að Hafnargötu. Á föstudeginum kennir ýmisra grasa og verður fjölskylduskemmtunin „Fast þeir sóttu sjóinn” við smábátahöfnina í Gróf. Þá verða sýndir tangódansar á föstudeginum á Hafnargötunni og Prójekt Patterson tónlistarrannsóknir verða útfærðar í gömlu Sundhöllinni.

 

Jafnan er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir flugeldasýningunni á laugardagskvöldinu og verður sýningin veglegri með hverju árinu sem líður Haft er á orði að flugeldasýning Menningarnætur í Reykjavík sé eingöngu sýnishorn af flugeldasýningu Ljósanætur. Sunnudaginn 3. september verður Sniglabandið í beinni útsendingu frá Reykjanesbæ og haldin verður samkirkjuleg gleðistund í Kirkjulundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024