Undirbúa stærsta þorrablót Suðurnesja í Garði
Salur íþróttamiðstöðvarinnar í Garði er að taka á sig mynd fyrir stærsta þorrablót Suðurnesja sem haldið verður þar annað kvöld, laugardagskvöld. Í gærkvöldi var unnið að því að leggja nýtt gólfefni á íþróttasalinn og koma fyrir veisluborðum.
Það eru Björgunarsveitin Ægir og Knattspyrnufélagið Víðir í Garði sem standa að þorrablótinu. Veislustjóri verður Gísli Einarsson úr Landanum á RÚV. Þá verður fjölbreytt skemmtidagskrá og að lokum dansað fram á nótt.
Sérstaklega dansvænt parketgólf er lagt yfir hluta af gólfinu.
VF-myndir: Hilmar Bragi