Undirbúa snjóstríð

Krakkarnir voru hressir og þegar þau voru spurð að því hvort þau vissu hvernig snjórinn yrði til svöruðu þau: „Það þarf að vera eitthvað svona fjögurra til fimm stiga frost til að snjórinn komi. Rigningin frýs og kemur niður sem snjór,“ sögðu þau með bros á vör.
„Hey, þú þarna - komum við í Víkurfréttum?“ spurðu þau áður en blaðamaður hvarf af vettvangi og þegar þeim var svarað játandi hlupu þau í dauðans ofboði í átt að Njarðvíkurskóla, öskrandi: „Jibbí, við komum í Víkurfréttum.“
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Hressir krakkar úr 4. SH í Njarðvíkurskóla leika sér í snjónum.
Efst: Steindór
Miðröð: Hinrik, Eyjólfur, Ólafur, Pétur
Neðst: Amelía, Linda, Birta