Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Undirbúa fyrir 17. júní
Hressir krakkar í Vinnuskólanum í Garði að gera bæinn sinn enn fínni fyrir 17. júní.
Fimmtudagur 16. júní 2016 kl. 16:30

Undirbúa fyrir 17. júní

Undirbúningur fyrir hátíðahöldin á 17. júní hafa staðið yfir í vikunni og ungmenni í vinnuskólum unnið hörðum höndum að því að fegra og snyrta. Ljósmyndari Víkurfrétta rakst á þessi vösku ungmenni í vinnuskólanum í Garði og í Reykjanesbæ sem létu rigninguna ekki á sig fá. Samkvæmt verðurspánni verður veðrið á þjóðhátíðardaginn hægara og úrkomuminna en í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessir krakkar úr Vinnuskólanum í Reykjanesbæ voru í dag í óða önn að gera Skrúðgarðinn tilbúinn fyrir þjóðhátíðardaginn.

Í Vogum byrjar hátíðadagskráin klukkan 12:00 á Vogabæjarvelli með fótboltaspelli. Við Stóru-Vogaskóla verða svo hoppukastalar, bubblubolti og fleira. Á Hábæjartúni verður teymt undir börnum í boði Hesteigendafélagsins í Vogum frá klukkan 15:00 til 16:00. Kvenfélagið Fjóla verður með hátíðarkaffi í Tjarnarsal. Nánar má lesa um hátíðina hér.

Í Sandgerði hefst 17. júní með víðavangshlaupi frá Reynisheimilinu. Skráning hefst klukkan 10:40 en hlaupið klukkan 11:00. Við grunnskólann verður dagskrá frá klukkan 15:00 til 17:00 þar sem verða hoppukastalar, knattþrautir, kubb, andlitsmálun og hátíðarkaffi. Frítt verður í golf á Kirkjubólsvelli. Nánar má lesa um dagskránna hér

17. júní dagskráin í Garði hefst með stuttri messu í Útskálakirkju klukkan 13:00. Eftir messuna, klukkan 13:30, leggur skrúðganga af stað frá kirkjunni og að Gerðaskóla. Þar verður skemmtidagskrá frá klukkan 14:00 með kaffisölu foreldra nemenda í 10. bekk en þau tóku að sér skipulagningu og umsjón hátíðahaldanna. Við skólann verður einnig fánahylling, hátíðarræða, hljómsveitin Heiður og skemmtikraftar, hoppukastali, andlitsmálning, sjoppa og litla vagnalestin. Hér má lesa nánar um dagskránna. 

Grindvíkingar taka daginn snemma á 17. júní þar sem fánar verða dregnir að húni klukkan 8:00. Klukkan 10:00 hefst svo hátíðarguðsþjónusta í Grindavíkurkirkju. Boðið verður upp á kaffiveitingar eftir messu. Klukkan 11:00 verður æfing þátttakenda fyrir söngvakeppnina í Kvennó og er skráning á staðnum. Klukkan 13:30 verður karamelluregn á Landsbankatúninu og klukkan 13:45 fánareið hestamannafélagsins Brimfaxa og skrúðganga frá Landsbankatúninu að íþróttahúsinu. Skemmtidagskrá hefst við íþróttahúsið klukkan 14:00 og söngvakeppni fyrir 14 ára og yngri hefst klukkan 15:00. Ýmislegt fleira verður á dagskránni í Grindavík á 17. júní og má lesa um hana hér.

Í Reykjanesbæ hefst 17. júní dagskráin klukkan 11:00 með hlaupi Knattspyrnudeildar UMFN við Stapann. Skráning verður á staðnum. Hátíðarguðsþjónusta verður svo í Keflavíkurkirkju klukkan 12:30. Skrúðganga leggur af stað frá Keflavíkurkirkju klukkan 13:30 og frá 14:00 til 16:00 verður dagskrá í skrúðgarði. Meðal atriða á dagskránni þar verða Spinkick, Danskompaní, Bryn Ballet Akademían, Alda Dís, Götuleikhús Leiksfélags Keflavíkur og margt fleira. Ýmislegt fleira verður á dagskránni í Reykjanesbæ og má lesa um það hér.