Undir sólinni á Café Aroma
Gullý, Guðríður Halldórsdóttir, er um þessar mundir með málverkasýningu í Café Aroma í Hafnarfirði, sem hún kallar Undir sólinni.
Öll verkin eru unnin með olíu, ýmist beint á stigann eða með blandaðri tækni.
„Undir sólinni er málverkasýning þar sem lífið og tilveran er mér hugleikin. Án sólar gætum við ekki lifað og án orku og krafts jarðar værum við ekki til. Allt þarf þetta að haldast í hendur og skapa jafnvægi“, segir í tilkynningu frá listakonunni.
Sýningin er opin frá 7. nóvember til 8.desember á opnunartíma kaffihússins.