Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Undir Dalanna sól
Föstudagur 14. október 2005 kl. 12:50

Undir Dalanna sól

Út er kominn geisladiskur með tónlist eftir Björgvin Þ. Valdimarsson, sem ber heitið Undir Dalanna sól.
Á diskinum eru 14 lög eftir Björgvin Þ. Valdimarsson, sem hann hefur útsett fyrir hljómsveit, einsöng og tvísöng.

„Ég fékk til liðs við mig landsþekkta söngvara til að syngja lögin en þeir eru, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Óskar Pétursson, Bergþór Pálsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Álftagerðisbræður, sem syngja eitt lag, en það er upphafslag disksins. Einnig syngja stúlkur úr Stúlknakór Reykjavíkur og félagar úr Skagfirsku söngsveitinni með einsöngvurunum í nokkrum lögum. Í síðasta lagi disksins, sem heitir Tengdamömmuvalsinn, er lagið útsett fyrir hljómsveit og sólófiðlu, en það er dóttir mín, Helga Þóra Björgvinsdóttir, sem leikur þar einleik. Hún er í framhaldsnámi í fiðluleik í Berlín í Þýskalandi", segir Björgvin Þ. Valdimarsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024