Undankeppni Samfés í Þrumunni
- félagsmiðstöð Grindavíkur næsta föstudag.
Það verður mikið um að vera í Grunnskóla Grindavíkur á föstudag en þá stendur félagsmiðstöðin Þruman fyrir undankeppni Söngkeppni Samfés 2015. Vel á þriðja hundrað unglingar í 8.-10. bekk munu fylgjast með söngkeppninni og síðan tekur við ball á eftir. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.
Fjögur söngatriði komast áfram í stóru keppnina í Laugardalshöll í mars. Fulltrúi Grindavíkur í keppninni verður Inga Bjarney Óladóttir.