Una sér vel í sumarhúsi í Höfnum á Reykjanesi
Aldís Yngvadóttir og maður hennar byggðu sér sumarhús í Höfnum og hún segir þau hjónin nota öll tækifæri til að fara þangað. „Við erum mikið í húsinu um helgar á sumrin og eins yfir veturinn. Þetta er einstakur staður og gaman og gott að fara í gönguferðir í magnaðri náttúru hér suður með sjó. Lognið fer oft hratt yfir og hér sérðu ekki tré en þetta er samt dásamlegur staður,“ segir Aldís.
Húsið er á lóð þar sem bærinn Ragnheiðarstaðir stóð á en rústirnar af grunni hans eru rétt við nýja sumarhúsið sem þau luku byggingu á fyrir þremur árum. Húsið stendur hátt og það er á tveimur hæðum. Útsýnið er því glæsilegt í allar áttir.