Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 6. október 1999 kl. 20:11

UMRÆÐURFUNDUR UM FÍKNIEFNAVANDANN

Eitt sinn kom kona til prests í litlu þorpi. Hún sagðist hafa áhyggjur af því að sonur sinn reykti svo mikið. Ef þú, séra minn, talaðir við hann, er ég viss um að hann myndi hætta þessum ósóma”, sagði konan. “Komdu til mín eftir viku og þá skal ég tala við son þinn, sagði presturinn. En þegar konan kom eftir viku skellti presturinn dyrunum næstum á nefið á henni. Komdu eftir hálfan mánuð , sagði hann og skellti hurðinni. Þegar konan kom eftir hálfan mánuð fékk hún jafn kuldalegar móttökur. “Komdu eftir tvo mánuði”, sagði presturinn. Konan kom eftir tvo mánuði og hitti prestinn skælbrosandi á tröppunum. Nú var hann fús til að fara með henni til stráksins síreykjandi. “Hvernig stendur á þessu prestur minn”, sagði konan. “Þú ert búin að senda mig burtu hvað eftir annað. Þú getur ekki hafa haft svo mikið að gera að þú hefðir ekki tíma til að tala við son minn í fimm mínútur um skaðsemi reykinga.” “Nei, nei “ sagði presturinn. “Það var ekkert mikið að gera. Mér datt bara ekki í hug að það væri svona erfitt að hætta að reykja . Umræðufundur með ungu fólki verður um fíknefnavandann í Kirkjulundi í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 Stefán Jóhannsson MA, meðferðarfulltrúi talar. Prestar á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024