Umhverfisviðurkenningar veittar í Vogum
Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hefur veitt umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2003. Fór nefndin í garða- og umhverfisskoðunarferð þar sem heilmargar fallegar húseignir og garðar ásamt snyrtilegu umhverfi gladdi augu nefndarmanna.Hreppsnefnd bauð verðlaunahöfum til kaffisamsætis í Íþróttamiðstöðinni, þar sem veittar voru viðurkenningar.
Svandís Magnúsdóttir og Lárus K. Lárusson fengu fyrstu verðlaun fyrir garðinn sinn að Kirkjugerði 11. Í umsögn um garðinn segir: Garðurinn er einstaklega fallegur og gróðursæll, þar sem trjágróður, skrautblóm, matjurtir og heimaræktaðar plöntur njóta sín í góðu skjóli. Garðurinn er fagurlega uppbyggður af margvíslegum efniviði.
Ása Árnadóttir og Guðlaugur Atlason í Austurkoti fengu verðlaun fyrir viðhald og endurbætur á gömlum húsum, Austurkot 1 og Austurkot 2. Húsin sjálf og umhverfi þeirra er til fyrirmyndar.
Guðrún Lovísa Magnúsdóttir Kirkjugerði 5 fékk verðlaun fyrir snyrtilegan og fallegan garð og umhyggju fyrir umhverfinu í hvívetna.
Eigendur raðhúsanna við Brekkugötu 9-21 fengu viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og fallegan heildarsvip.
Myndin er af vef Vatnsleysustrandarhrepps
Svandís Magnúsdóttir og Lárus K. Lárusson fengu fyrstu verðlaun fyrir garðinn sinn að Kirkjugerði 11. Í umsögn um garðinn segir: Garðurinn er einstaklega fallegur og gróðursæll, þar sem trjágróður, skrautblóm, matjurtir og heimaræktaðar plöntur njóta sín í góðu skjóli. Garðurinn er fagurlega uppbyggður af margvíslegum efniviði.
Ása Árnadóttir og Guðlaugur Atlason í Austurkoti fengu verðlaun fyrir viðhald og endurbætur á gömlum húsum, Austurkot 1 og Austurkot 2. Húsin sjálf og umhverfi þeirra er til fyrirmyndar.
Guðrún Lovísa Magnúsdóttir Kirkjugerði 5 fékk verðlaun fyrir snyrtilegan og fallegan garð og umhyggju fyrir umhverfinu í hvívetna.
Eigendur raðhúsanna við Brekkugötu 9-21 fengu viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og fallegan heildarsvip.
Myndin er af vef Vatnsleysustrandarhrepps