Umhverfisverðlaun Sandgerðisbæjar veitt
Umhverfisverðlaun Sandgerðisbæjar voru veitt á veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði í gærkvöldi, en Ása Arnlaugsdóttir íbúi á Túngötu 9 hlaut verðlaun fyrir fallegasta garðinn. Bergný Jóna Sævarsdóttir formaður umhverfisnefndar Sandgerðisbæjar afhenti verðlaunin fyrir hönd bæjarins og greindi frá helstu störfum nefndarinnar. Helsta verkefni nefndarinnar síðustu mánuði hefur verið að vinna að umhverfisáætlun Sandgerðisbæjar og meðal annars hefur nefndin sent út dreifibréf til íbúa bæjarins þar sem áætlunin var kynnt. Þrenn verðlaun voru veitt að þessu sinni.
Túngata 9 - Ása Arnlaugsdóttir
Verðlaunagarðurinn að þessu sinni, en garðinum hefur verið sinnt af mikilli alúð og natni. Garðurinn er mjög fjölskrúðugur og greinilegt að allt er lagt í hann.
Holtsgata 33 - Vilborg Knútsdóttir og Þórður Þorkelsson
Snyrtilegt umhverfi húss og lóðar og sérlega fallegur nýr garður.
Suðurgata 7 - Margrét Arna Eggertsdóttir og Benóný Benónýson neðri hæð, Slawomir Modzelewska og Bozena Modzelewska efri hæð.
Viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi í gegnum árin.
VF-ljósmynd: Verðlaunahafarnir með viðurkenningarskjölin. F.v. Ása Arnlaugsdóttir, Margrét Arna Eggertsdóttir, Slawomir Modzelewska, Vilborg Knútsdóttir, Þórður Þorkelsson og Bergný Jóna Sævarsdóttir formaður Umhverfisnefndar Sandgerðisbæjar.
Túngata 9 - Ása Arnlaugsdóttir
Verðlaunagarðurinn að þessu sinni, en garðinum hefur verið sinnt af mikilli alúð og natni. Garðurinn er mjög fjölskrúðugur og greinilegt að allt er lagt í hann.
Holtsgata 33 - Vilborg Knútsdóttir og Þórður Þorkelsson
Snyrtilegt umhverfi húss og lóðar og sérlega fallegur nýr garður.
Suðurgata 7 - Margrét Arna Eggertsdóttir og Benóný Benónýson neðri hæð, Slawomir Modzelewska og Bozena Modzelewska efri hæð.
Viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi í gegnum árin.
VF-ljósmynd: Verðlaunahafarnir með viðurkenningarskjölin. F.v. Ása Arnlaugsdóttir, Margrét Arna Eggertsdóttir, Slawomir Modzelewska, Vilborg Knútsdóttir, Þórður Þorkelsson og Bergný Jóna Sævarsdóttir formaður Umhverfisnefndar Sandgerðisbæjar.