ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Mannlíf

Fimmtudagur 24. ágúst 2000 kl. 10:03

Umhverfisverðlaun í Reykjanesbæ - Fegurðin öll í Keflavík!

Fallegir garðar eru augnayndi en undanfarin ár hefur orðið mikil vakning á meðal bæjarbúa hvað varðar garðrækt og umhirðu húsa. Reykjanesbær veitir árlegar viðurkenningar fyrir hús og garða sem þykja snyrtilegir og vel hirtir. Viðurkenningarnar voru afhentar í gær á veitingahúsinu Ránni í Keflavík. Sigurlaug Gunnarsdóttir og Davíð Eyrbekk hlutu viðurkenningu fyrir vel gróinn og snyrtilegan garð að Fagragarði 10. Plastgerð Suðurnesja hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegan og góðan frágang á atvinnuhúsnæði í byggingu að Framnesvegi 19. Elísabet Guðmundsdóttir og Olgeir Andrésson hlutu viðurkenningu fyrir endurbætur á garði í eldra hverfi að Vatnsnesvegi 13. Íbúar að Heiðarbraut 1, þau Guðrún Guðmundsdóttir og Jónas Ragnar Franzson, Herdís Gunnarsdóttir og Haukur Ingi Hauksson, Valdís Þórarinsdóttir og Helgi Hermannsson,Sparisjóðurinn í Keflavík, Hjördís Árnadóttir og Jóhannes Kjartansson, Margrét Símonardóttir og Hreinn Guðmundsson, hlutu viðurkenningu fyrir skemmtilegar útlitsbreytingar og fallegan frágang húsa og lóða.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25