Umhverfisátak í Vogum
- Bæjarbúar fá áskorun í pósti.
Á næstu dögum verða send út fjölmörg bréf til eigenda fasteigna og lóða í Vogum þar sem umgengni er ábótavant. Eigendurnir eru hvattir til að taka til hjá sér, losa sig við rusl af lóðum, þ.m.t. bílhræ, sækja um stöðuleyfi þar sem það á við, ganga þannig frá húsum og munum að ekki stafi hætta af o.s.frv.
Með þessum vinsamlegu tilmælum vonast sveitarfélagið til að vel verði við brugðist, þannig að ásýnd sveitarfélagsins batni til muna frá því sem nú er.
Umhverfisdagar sveitarfélagsins verða í lok apríl, þá verða gjaldfrjálsir dagar fyrir íbúa sveitarfélagsins á móttökustöð Kölku.
Sveitarfélagið hvetur alla til að sameinast í átakinu um að ganga vel um.Tökum höndum saman og göngum vel um. „Umgengni lýsir innri manni.“