Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Umferðarslys sviðsett á forvarnardegi
Miðvikudagur 5. mars 2008 kl. 17:26

Umferðarslys sviðsett á forvarnardegi

Árlegur forvarnardagur ungra ökumanna var haldinn í 88 Húsinu í dag.

Forvarnardagurinn er haldinn í samvinnu við lögreglu, TM, Brunavarnir Suðurnesja og FS. Lögð er áhersla á forvarnir í ýmsri mynd s.s. fíkiefnaforvarnir og unga ökumenn.

Í 88 húsinu fengu ungmennin að prófa veltibíl, gleraugnabraut og skábraut. Einnig voru haldnir fræðslufundir og nemendum skipt upp í hópa. Að lokum sviðsettu lögregla og BS umferðarslys þar sem farið var yfir starfshætti björgunarmanna og mögluegar afleiðingar umferðaslysa.

Dagskránni lauk svo með grillveislu í boði Norðlenska.

VF-myndir/Þorgils - Fleiri myndir í Ljósmyndasafni vf.is til hægri á síðunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024