Umbun fyrir góða mætingu
Í janúar sl. ræddu stjórnendur Njarðvíkurskóla við nemendur í 6. til 10. bekk um mikilvægi góðrar mætingar í skóla. Var þeim tilkynnt að í lok skólaárs yrði þeim umbunað sem eru að standa sig vel og sl. miðvikudag var komið að þeirri umbun. Alls voru það 141 nemandi í 6.-10. bekk sem unnu sér þessa umbun inn en það er 67% nemenda í þessum árgöngum.
Nemendum var boðið í pítsu og gos í íþróttamiðstöðinni í hádeginu og hraun í eftirrétt. Það voru flottir og prúðir krakkar sem komu til veislunnar.
Þeir sem ekki náðu að vera með „hreint borð“ í mætingu ætla að gera betur næst og spurðu strax hvort þetta yrði ekki endurtekið á næsta skólaári.