Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 27. apríl 2002 kl. 16:28

Um 600 manns á fjölskylduhátíð IGS

Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli bauð starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra til mikillar fjölskylduhátíðar á Keflavíkurflugvelli í dag. Hátíðin fór fram í flugskýli Flugleiða og er talið að um 600 manns hafi verið í húsinu þegar mest var.Boðið var upp á grillaða hamborgara og pylsur ásamt gosi og öðru góðgæti. Börnin gátu leikið sér í gókart-bílum og hoppiköstulum eða dansað við undirleik hljómsveitar. Gleðin var augljós í andlitum barnanna og allir skemmtu sér hið besta.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á hátíðinni í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024