Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Um 5000 perur í best skreytta húsinu í Grindavík
Miðvikudagur 28. desember 2016 kl. 06:00

Um 5000 perur í best skreytta húsinu í Grindavík

- Heiðarhraun 26 valið best skreytta húsið í Grindavík

Rafverktakafyrirtækið TG Raf í Grindavík stóð fyrir leik fyrir jólin þar sem valið var best skreytta húsið í bænum. Titilinn hlaut húsið við Heiðarhraun 26 en þar eru þau Hildur María Brynjólfsdóttir og Bergvin Ólafarson húsráðendur. Þau fengu að launum 49 tommu Samsung sjónvarp.

Í umsögn dómnefndar segir að skreytingin á Heiðarhrauni 26 sé virkilega stílhrein, friðsæl og vönduð. Í skreytingunum á húsinu eru um 5000 perur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024