Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Um 400 myndir á Instagram merktar ATP
Leikkonan Tilda Swinton tók þátt í ATP hátíðinni á Íslandi í ár.
Mánudagur 1. júlí 2013 kl. 14:45

Um 400 myndir á Instagram merktar ATP

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum hér á Suðurnesjum að tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties fór fram á Ásbrú um helgina. Á þriðja þúsund manns sótti hátíðina sem þótti heppnast sérlega vel.

Góð stemmning var á hátíðinni og sést það einna best þegar litið er á myndir sem merktar eru #atpiceland á Instagram. Það má finna um 400 myndir frá hátíðinni en gera má ráð fyrir að enn fleiri myndir hafi verið teknar í gegnum þetta vinsæla app í snjallsímum tónleikagesta sem ekki láist ekki merkja nafni hátíðarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má sjá myndirnar og myndbönd frá hátíðinni sem eru teknar af tónleikagestum og þeim sem komu nálægt hátíðinni. Við látum einnig nokkrar valdar myndir fylgja með.