Um 400 manns í Jónsmessugöngu
Um fjögurhundruð manns mættu í Jónsmessugöngu Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar sem fram fór síðasta laugardagskvöld í blíðskapar veðri. Gengið var frá sundlauginni og upp á Þorbjarnarfell.
Ljósmyndari frá grindavik.is tók þessar fínu myndir.
Stemmning í brekkusöng.
Veðrið lék við göngufólk á Jónsmessunni.
Fjölmargir héldu svo leið sinni áfram eftir fjörið á Þorbjarnarfelli og skelltu sér í Bláa Lónið þar sem skemmtunin hélt áfram. Nú kom nýi stígurinn úr Selskógi og í Bláa Lónið, Orkustígur, sér afar vel. Skítamóralskappar, Gunni og Hebbi héldu uppi fjöri.