Um 300 manns mættu í Jónsmessugöngu

Hátt í þrjú hundruð manns mættu í árlega Jónsmessugöngu Bláa lónsins og Grindavíkurbæjar á laugardagskvöldið í ljómandi fínu veðri. Stemmningin var góð að vanda. Gengið var frá Sundlaug Grindavíkur og upp á Þorbjörn þar sem kveik var í varðeldi og hljómsveitin Árstíðir sá um brekkusönginn að þessu sinni við góðar undirtektir. Síðan var haldið af stað í Bláa lónið en þar var opið fram eftir kvöldi. Nutu gestir tónlistar frá Árstíðunum.




 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				