Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Um 30 þjóðerni í yngsta skóla Reykjanesbæjar
Föstudagur 23. febrúar 2018 kl. 16:17

Um 30 þjóðerni í yngsta skóla Reykjanesbæjar

Háaleitisskóli á Ásbrú hélt upp á 10 ára afmæli sitt í dag. Hann er yngsti skóli bæjarins en skólastarf í Háaleitisskóla hófst 2008. Fyrst var skólinn rekinn sem útibú frá Njarðvíkurskóla en síðustu fimm ár hefur skólinn verið sjálfstæður.
 
Nemendur og foreldrar fjölmenntu á afmælishátíðina í morgun. Skemmtun var haldin á sal skólans og síðan var öllum boðið til veislu í íþróttasalnum. Þar voru bæði afmæliskökur en einnig réttir sem foreldrar komu með. Þar voru m.a. réttir frá framandi löndum en nemendur í Háaleitisskóla eru af um 30 þjóðernum.
 
Fjallað verður um afmæli Háaleitisskóla í næsta tölublaði Víkurfrétta og sýndar fleiri myndir frá afmælishátíðinni.
 
Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælisveislunni í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024