Um 20% útlendingar í Garði og Sandgerði
Hlutfall bæjarbúa í nýju sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis er um 20% eða um 700 manns. Magnús Stefánsson bæjarstjóri sagði bæjarfélagið ekki vera með sérstakan starfsmann til þess að sinna þeim útlendingum sem búa í bænum en félagsráðgjafar bæjarins sjá um þessi mál ef með þarf ásamt fleiri starfsmönnum bæjarins.
Magnús segir suma þessara einstaklinga koma til skemmri dvalar á meðan aðrir setjast að til frambúðar, það sé allur gangur á því. Stór hluti starfar í flugstöðinni en fiskvinnslan er einnig með hátt hlutfall erlendra starfsmanna. Svo má ekki gleyma þeim sem koma hingað til að starfa í kringum gististaðina og veitingahúsin.