Um 100 manns í Jónsmessugöngu
Um 100 manns tóku þátt í árlegr Jónsmessugöngu Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar á laugardagskvöld. Gengið var á Þorbjörn þar sem varðeldur og gleðigjafinn Bogomil Font ásamt strengjabrettisleikaranum Róberti Reynissyni biðu eftir göngufólki.
Bogomil og Róbert skemmtu gestum með calypso tónlist og skemmtisögum og kynntu efni af væntanlegri plötu þeirra sem kemur út von bráðar.
Hópurinn hélt síðan áleiðis í Bláa Lónið og slakaði á í miðnæturstemmningu og dreypti á Bláa Lóns kokteil, börnin fengu krapa og ljúfir tónar liðu um loftið.
www.grindavik.is