Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ullarpeysan og regnhlíf einkennir sumarið
Mánudagur 22. júlí 2013 kl. 10:11

Ullarpeysan og regnhlíf einkennir sumarið

Sumarspjall vikunnar

Kristrún Björgvinsdóttir er 16 ára Keflvíkingur í húð og hár sem eyðir sumrinu í körfuboltaæfingar í afrekshóp á vegum bæjarvinnunnar. Í haust mun hún hefja nám við Tækniskólann í Reykjavík en áður mun hún fara í tvær utanlandsferðir til Norðurlandanna.

Hvernig hefur sumarið verið?
Nokkuð fínt, ég er samt ekki að fýla veðrið eins og flestir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað er verið að gera í sumarfríinu?
Ég fór á tónleika með Frank Ocean, er á leið til Noregs, mun taka þátt í Unglingalandsmótinu og svo mun ég ljúka sumrinu á Fiskidögunum á Dalvík með fjölskyldunni.

Á að ferðast innan- eða utanlands?
Bæði, ég fór til Svíþjóðar í byrjun sumars og svo fer ég til Noregs núna í júlí.

Hvað einkennir íslenskt sumar að þínu mati?
Ullarpeysan og heitt kakó. Og þetta árið kannski regnhlíf!

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina?
Það verður farið á unglingalandsmót á Höfn í Hornafirði.

Áhugamál þín?
Körfubolti, ljósmyndun og ferðast.

Áttu þér einhver áhugamál sem þú stundar bara á sumrin?
Liggja í sólbaði er það besta sem ég geri á sumrin.

Þegar þú heyrir orðið sumarsmellur, hvaða lag kemur upp í hugann?
We Can’t Stop með Miley Cyrus er mjög gott.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Grilllyktin sem þekur bæinn í góðu veðri er ómótstæðileg og miðnætursólin er alltaf jafn falleg sem og útilegur með vinum og fjölskyldu.

En það versta?
Þegar það kemur ekki sól í margar vikur!

Hvað fer á grillið hjá þér í sumar?
Það sem pabbi skellir á grillið klikkar aldrei, en annars eru kjúklingabringur með BBQ.