U2 Messur á sunnudaginn
Sunnudaginn 13. mars n.k. mun Kór Keflavíkurkirkju ásamt hljómsveit halda rafmagnaða U2 messur í Grindavíkurkirkju kl. 14:00 og svo í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 17:00.
Kórinn syngur lög trúarlegs eðlis eftir írsku hljómsveitina U2 með Sigurð Ingimundarson, kaftein úr Hjálpræðishernum og stórsöngvara í fararbroddi. Um hljóðfæraleikinn sjá Aðalsteinn Aðalsteinsson á gítar, Þorvaldur Halldórsson á trommur og Sólmundur Friðriksson á bassa. Þýðendur textanna eru séra Gunnar Sigurjónsson og Guðlaugur Gunnarsson en stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson, organisti Keflavíkurkirkju.
Sambærilegar messur hafa verið sungnar í nokkrum kirkjum en kórinn söng tvær U2 messur í Keflavíkurkirkju í nóvember síðastliðnum við gríðarlega góðar undirtektir og aðsókn frábær. Föruneytið mun svo halda eina U2 messu í Keflavíkurkirkju þann 20. mars kl. 20:00.
Meðal efnis sem hópurinn flytur eru lögin Gloria, If God will send his Angels, Love rescue me, One og In the name of Love en alls eru lögin átta talsins, þar af sex með þátttöku kórsins.
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir í þessarar frábæru messur.
[email protected]