Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

U2 messa í Keflavíkurkirkju
Miðvikudagur 3. nóvember 2010 kl. 10:49

U2 messa í Keflavíkurkirkju


Næstkomandi sunnudag verður óvenjuleg messa í Keflavíkurkirkju. Þar mun kór kirkjunnar ásamt rafmagnaðri hljómsveit flytja lög eftir írsku hljómsveitina U2.  Stundin hefst klukkan 20:00.

Klukkan 18:00 er U2 messa fyrir fermingarbörn og foreldra

Flytjendur eru: Sigurður Ingimarsson, Aðalsteinn Axelsson, Þorvaldur Halldórsson, Sólmundur Friðriksson og Kór Keflavíkurkirkju. Stjórnandi er Arnór Vilbergsson.

Prestur er sr. Sigfús B. Ingvason
Tekið verður við frjálsum framlögum í velferðarsjóðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024