Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Typpatal í Frumleikhúsinu
Föstudagur 23. júní 2006 kl. 10:32

Typpatal í Frumleikhúsinu

Einleikurinn Typpatal í flutningi Auðuns Blöndal verður sýndur í Frumleikhúsinu í Keflavík í kvöld kl. 21.00. Forsala miða er í Galleri Keflavík, sími 421-7300 og er miðaverð 2.900,-

 

Í kynningu fyrir verkið segir:

Auddi  Blöndal fer á kostum í leikritinu TYPPATAL sem í grunninn er í formi uppistands og snýst að mestu um könnun sem höfundurinn, Richard Herring, gerði  á  netinu.  Í  verkinu  er leitað svara bæði hjá körlum og konum við ýmsum spurningum um höfuðdjásn karlmannsins  í  sögulegu, félagslegu, menningarlegu  og heimspekilegu samhengi ásamt því að nokkrar reynslusögur fljúga með út í salinn.

Margir segja Typpatal vera svar við verkinu Píkusögur sem hefur verið sýnt hérlendis  við  miklar  vinsældir  en  að  auki er notast við það besta sem þekkist  í  uppistandi  að  ógleymdum  ýmsum  nýsigögnum sem gefa efninu og flutningi þess alveg nýja vídd fyrir áhorfendur.

Reðurinn,  tólið,  sköllótta músin, jafnaldrinn. Fyrirbærið hefur í gegnum tíðina  verið  nefnt  ýmsum  nöfnum  og  ýmist  hyllt  eða  falið  í skömm. Getnaðarlimur  karlmannsins hefur verið dýrkaður sem og bannfærður. Harðan sem linan hafa sprottið um hann sögur og mýtur, hann sveipaður ævintýraljóma, styrkri  hönd,  nærhaldi  eða umlukinn líkamsopi annarar manneskju.  Höfundur Typpatals,  Richard  Herring  er  þekktur  breskur rithöfundur,  grínisti  og  sjónvarpsmaður og má auðveldlega færa rök fyrir því  að  þar  fari fróðasti maður heims um tippi. Við vinnslu verksins kom hann meðal annars til Íslands til að skoða reðursafn Sigurðar Hjartarsonar. Typpatal  (Talking  Cock) hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda víða um heim og verið sýnt við fádæma góða aðsókn.

Okkar landsins besti grínisti, Siggi Sigurjónss var fengin til að leikstýra verkinu,  enda  hefur  hann  aldrei þurft að efast um eigið kynferði og oft brugðið  sér  í  gervi eldri konu. Rithöfundurinn, leikritaskáldið og Grímuverðlaunahafinn Jón Atli Jónasson tók sér í hönd að snara textanum yfir á íslensku og aðlaga að gráum hversdagsleika íslenskra karlmanna. Að auki hafa  þeir Auddi,  Siggi  og  Hallgrímur Helga krukkað eilítið í verkið á leiðinni til að halda því fersku og í takt við íslenskan raunveruleika.

TYPPATAL  með  AUDDA  ætlar  að  taka  flugið  og  fræða  konur  og karla á landsbyggðinni um leyndardóma snillingsins í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024