"Týndir hlekkir" hittust á Suðurnesjum
Gamlir og góðir félagsmenn Slysavarnafélags Íslands komu saman á Suðurnesjum í dag. Um er að ræða fólk víðsvegar að af landinu sem í gegnum árin hittist á landsþingum S.V.F.Í. en með sameiningu Slysavarnafélags Íslands og Landsbjargar í Slysavarnafélagið Landsbjörg, varð breyting á þingum félagsins og hópurinn sem þar hittist breyttist. Í brjóstum margra slær ennþá hið gamla góða S.V.F.Í.-hjarta og nú er ætlunin að þetta fólk hittist á tveggja ára fresti og geri sér glaðan dag eins og forðum.Hópurinn, sem kallast "Týndu hlekkirnir" hittist í sögusafni Slysavarnafélagsins í dag og þaðan var haldið í skoðunarferð til Grindavíkur. Meðal þess sem átti að skoða í Grindavík var gjáin hjá Hitaveitu Suðurnesja og Saltfisksetrið. Þá átti að halda aftur til Reykjanesbæjar og borða saman kvöldverð og gefa fé til söfnunar Rauða Kross Íslands.
Meðfylgjandi mynd var tekin af hópnum á sögusafni Slysavarnafélagsins í Garði. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Meðfylgjandi mynd var tekin af hópnum á sögusafni Slysavarnafélagsins í Garði. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson