Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Týnda kynslóðin í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 15. febrúar 2012 kl. 10:47

Týnda kynslóðin í Reykjanesbæ

Hinn vinsæli sjónvarpsþáttur, Týnda kynslóðin ætlar sér að vera með veglega úttekt á Reykjanesbæ í næsta þætti sínum sem fer í loftið á föstudag. Blaðamaður Víkurfrétta rakst á þáttarstjórnendur Týndu kynslóðarinnar á Thai Keflavík um kvöldmatarleytið í gær. Aðspurð sögðust þau hafa verið að taka púlsinn á mannlífinu í Reykjanesbæ og m.a. heimsótt Valdimar og krakkana í FS. Spennandi verður að sjá þáttinn á föstudagskvöldið klukkan 19:30 þar sem Reykjanesbær verður í brennidepli.

Mynd EJS: Þau Nilli, Björn Bragi og Þórunn Antonía eru þessa dagana á ferð um Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024