Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Týnd kisa komst heim með hjálp Víkurfrétta
Föstudagur 9. júlí 2010 kl. 15:29

Týnd kisa komst heim með hjálp Víkurfrétta

Á meðfylgjandi mynd eru Jóhannes Snorri Ásgeirsson og Branda í garðinum heima í Eyjabyggð í Keflavík. Branda fannst í Innri Njarðvík í gærkvöldi, en þangað hafði hún villst og rataði ekki aftur til Keflavíkur.

Íbúar í Innri Njarðvík og lögreglan veittu góðar upplýsingar um ferðir kattarins eftir að fréttin um að Branda væri týnd birtist á vef Víkurfrétta í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sumir höfðu meira að segja gefið henni að borða, en hún hafði samt lagt mikið af á þessu ferðalagi, sagði eigandi Bröndu í samtali við Víkurfréttir.

Krakkar búsettir í Engjadal fundu hana í gærkveldi í móanum við heimili sitt. Jói kann þeim bestu þakkir fyrir aðstoðina.