Tvöfaldur húsfyllir á tónleikum poppara og kórs
Mikill fjöldi tónlistaráhugafólks lagði leið sína í Stapa á þriðjudags- og miðvikudagskvöld þar sem Karlakór Keflavíkur tók saman höndum við nokkra af frægustut tónlistarmönnum sem Suðurnesin hafa alið.
Bæði kvöldin var fullt út úr dyrum og má með sanni segja að áhorfendur hafi fengið sitt í dagskrá þar sem kórinn í samvinnu við Rúnar Júlíusson, Jóhann Helgason, Magnús Kjartansson og fleiri jöfra, tók nokkrar af helstu perlum dægurtónlistar á Íslandi.
VF-myndir/Þorgils