Tvö myndasöfn frá Dansbikarkeppni BRYN
Tvö myndasöfn með samtals um 80 ljósmyndum frá Dansbikarkeppni BRYN, sem haldin var í ANDREWS-leikhúsinu að Ásbrú í dag, hafa verið sett inn á ljósmyndavef Víkurfrétta. Um þrír tugir atriða voru í keppninni og var húsfyllir í leikhúsinu, sem hefur fengið mikla andlitslyftingu á síðustu vikum. Frétt með úrslitum keppninnar er væntanleg hér á vf.is
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson