Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tvö lög á vinsældalista Hypem
Fimmtudagur 7. apríl 2011 kl. 12:05

Tvö lög á vinsældalista Hypem


Hljómsveitin Of Monsters and Men er að gera það gott á veraldarvefnum þessa dagana en sveitin skaust up vinsældalista Hypem nú í vikunni með demó tökur af lögunum Little Talks og From Finner. Í gær náði lagið Little Talks hæst í 2. sæti listans en Hypem (The Hype Machine) er eins og nafnið gefur til kynna heimasíða sem tekur saman lög sem er verið að fjalla um og spila mest á MP3 bloggum um allan heim, eða "hype-a".


Upptökur á fyrstu breiðskífunni hafnar
Í lok mars hófust upptökur á fyrstu breiðskífu sveitarinnar en þær fóru fram í Sýrlandi í vatnagörðum undir stjórn Arons Þórs Arnarsonar. Áætlað er að upptökur klárist í apríl og að platan komi út í lok maí - byrjun júní.

Við mælum með að þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með þessari skemmtilegu sveit skrái sig á Facebook síðu þeirra þar sem myndbönd frá upptökuferlinu birtast reglulega og lagalistar o.fl. skemmtilegt munu birtast þar á næstu dögum og vikum.
Fyrsta smáskífa plötunnar er lagið Little Talks en plötuútgáfa lagsins verður gefin út í kringum páska.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Umboðsmaður frá New York - Vinnur einnig fyrir MGMT o.fl.
Of Monsters and Men hafa gert umboðssamning við Heather Kolker frá Paradigm Agency í New York en hún sér meðal annars um tónleikabókanir fyrir bönd á borð við MGMT og Edward Sharpe & The Magnetic Zeros. Þetta eru mikil gleðitíðindi og vonum við að þetta skili sér í athygli sem hljómsveitin á vel verðskuldaða.