Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Tvö 11.11.11-börn á HSS
Fimmtudagur 17. nóvember 2011 kl. 09:45

Tvö 11.11.11-börn á HSS


Tvö börn fæddust á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 11. nóvember og fá því 111111 sem fyrstu sex tölurnar í kennitölu sína. Það var ljósmóðirin Guðrún Guðbjartsdóttir sem tók á móti börnunum og er með þau á meðfylgjandi mynd.

Barnið vinstra megin á myndinni er dóttir Láru Heiðar Snorradóttur og Gunnars Hafsteinssonar. Hún fæddist kl. 07.26. og var 3.650 gr og er annað barn Láru.

Barnið hægra megin er dóttir Bryndísar Pétursdóttur og Guðmundar Bjarnasonar. Hún fæddist kl. 02.52 og var 4.250 grömm. Bryndís er frænka Guðrúnar ljósmóður og býr á Álftanesi. Þetta er þriðja barn Bryndísar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024