Tvífarar: Sigurbergur Elísson og Ásgeir Trausti
Knattspyrnumaðurinn Sigurbergur Elísson sem leikur með Keflavík og tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti sem er heldur betur að slá í gegn um þessar mundir, eru alveg hreint sláandi líkir í útliti.
Sigurbergur viðurkenndi í samtali við Víkurfréttir að hann fengi oft létt skot frá skólafélögum sínum varðandi þetta, en margir hafa það á orði að þeir séu sláandi líkir og hrósa Sigurbergi fyrir frábæra plötu, eða góða tónleika.
Félagarnir saman upp í FS þar sem Ásgeir Trausti spilaði á dögunum. Sigurbergur er vinstra megin á myndinni, eða hvað?