Tvennir tvíburar, fjórburar og einburi í Vogum eiga afmæli í dag!
Það er heldur betur glatt á hjalla í Stóru- Vogaskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd í dag. Þar eiga níu nemendur við skólann afmæli í dag, 1. nóvember.Tvennir tvíburar við skólann eiga afmæli. Þeir eru annars vegar í 1. bekk og einnig í 10. bekk. Þá eiga fjórburar einnig afmæli. Þeir eru í 8. bekk. Þá á einn einburi við Stóru-Vogaskóla einnig afmæli í dag. Hann er í 2. bekk.
Ekki verður um formlega veislu að ræða í skólanum en búast má mið kökum og kertaljósum á fjölmörgum heimilum í Vogum í dag.
Ekki verður um formlega veislu að ræða í skólanum en búast má mið kökum og kertaljósum á fjölmörgum heimilum í Vogum í dag.