Tvennir jólatónleikar í Grindavík
Tvennir jólatónleikar verða í Grindavík næstu daga. Jólatónleikar Kórs Grindavíkurkirkju verða í kvöld, fimmtudaginn 12. desember, kl. 20:00. Einsöngvarar eru Jóhanna Ósk Valsdóttir og Páll Jóhannesson. Organisti Bjartur Logi Guðnason.
Karlakór Grindavíkur verður svo með jólatónleika sunnudaginn 15. desember kl 20:30. Stjórnandi kórsins er Gróa Hreinsdóttir.
Aðgangur er ókeypis.
Karlakór Grindavíkur.